Alls bárust tólf óskuldbindandi kauptilboð í Húsasmiðjuna, að sögn Péturs Þ. Óskarssonar hjá Framtakssjóði Íslands, sem á Húsasmiðjuna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sér um söluferlið.

Frestur til að skila inn tilboði rann út á hádegi í gær. Pétur segir næstu skref vera þau að fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans fari nú yfir tilboðin. Um tveimur vikum verði varið í það og hefjast viðræður í kjölfarið við valda tilboðsgjafa.

Framtakssjóður Íslands er eigandi alls hlutafjár í Húsasmiðjunni. Fyrirtækið var auglýst til sölu í ágúst síðastliðnum. Í fréttatilkynningu frá 22. ágúst segir að ætlun Ætlun FSÍ er að selja allan eignarhlut sinn en þó kemur til álita að sjóðurinn haldi eftir hlut og stofni til samstarfs við nýja hluthafa.