Við þurfum að reyna að gera betur,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri efnahagssviðs Hagstofu Íslands um leiðréttingar Hagstofunnar á hagvexti undanfarna daga.

Upphaflega hafi þurft að leiðrétta tölur um íbúðafjárfestingu á fyrsta ársfjórðungi eftir að í ljós kom að gögn frá Þjóðskrá Íslands hefðu náð yfir lengra tímabil en þau áttu að gera. Gögnin hafi átt að ná yfir fyrstu þrjá mánuði ársins en í reynd náðu gögnin einnig langt inn í apríl. Hann leggur þó áherslu á að íbúðafjárfesting fyrir fyrri helming ársins sé rétt. „Þetta er spurning um hvernig þetta raðast inn á ársfjórðungana,“ segir Björn. „Það er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að þetta er tölfræði en ekki heilagur sannleikur. Það er alltaf undirliggjandi mat í öllum þessum stærðum. Þær eru þannig hannaðar að það er í þeim óvissa. Sú óvissa getur verið vegna gagna, aðferðafræðilegrar ónákvæmni, mannlegra mistaka og svo framvegis. Auðvitað viljum við reyna að minnka þessa óvissu eins mikið og mögulegt er.“

N ánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .