Fjölmiðlafólk er flest í tveimur stéttarfélögum, Blaðamannafélagi Íslands og Félagi fréttamanna. Í Félagi fréttamanna eru einungis fréttamenn Ríkisútvarpsins, en nær allir aðrir fjölmiðlamenn — blaðamenn, fréttamenn, myndatökumenn, umbrotsmenn og fleiri — eru í Blaðamannafélaginu. Nærfellt 10 sinnum fleiri eru í BÍ en FF, 533 á móti 54 í fyrra.

Það er auðvelt að koma auga á bóluna, en hið merkilega er þó kannski það að Blaðamannafélagið er á afar svipuðu róli og rétt fyrir hrun (hluti fjölgunar um aldamót var vegna stéttarfélagaskipta, ekki aukinna umsvifa). Félag fréttamanna er hins vegar komið á sama stað og það var 1995. Það var hins vegar ekkert skelfilegt tímabil í sögu RÚV, öðru nær. Það mætti jafnvel segja að RÚV væri í eðlilegri stærð, loks búið að ná sér eftir stórubólu.