Eins og hér hefur áður verið drepið á hafa félagsmiðlar orðið æ ríkari fréttamiðlar á undanförnum árum. Hefðbundnir fréttamiðlar leggja þeim til ókeypis og eftirsóknarvert efni, fyrst og fremst með slóðum og útdráttum en félagsmiðlarnir vísa lesendum svo áfram til fjölmiðlanna, hafi notendurnir áhuga á þeim. Þar ráða hin alræmdu algrím hins vegar verulega miklu, hversu mörgum notendum eru sýndar slóðir til miðlanna og hversu oft getur skipt sköpum fyrir miðlana, en félagsmiðlarnir hafa engu að tapa en raða inn auglýsingatekjum.

Eins og sjá má að ofan fá fjölmiðlar langflestar ábendingar frá Google og Facebook, um 70-80% samtals. Þeir hafa því miðlana og afkomu þeirra mjög í hendi sér.