Fjölmiðlar segja oft fregnir af yfirvofandi ógnum, en til allrar hamingju rætast þær nú ekki allar. Spurningin er fremur hvort fjölmiðlar hneigist til þess að gera of mikið úr mögulegum ógnum, hvort heldur er nær eða fjær, nú eða í fjarlægri framtíð.

Að ofan gefur að líta samantekt Davids MacCandless, sem hann birti í bók sinni Information Is Beautiful, en þar horfði hann til nokkurra helstu ógnarfrétta (aðallega vestrænna) fjölmiðla undanfarin ár, eins og fréttaleitarvél Google telst til, en tölurnar innan sviga vísa til raunverulegra dauðsfalla af völdum ógnana. Sumt er alveg úr lausu lofti gripið, en pestarógnirnar eru mjög mismetnar. Og allt of lítið gert úr manndrápsgeitungunum!