Blaðamennska er stundum sögð snúast um það að skrifa það sem einhverjir vilja ekki að birtist. Sennilegast er mikið til í því, a.m.k. miðað við hversu margir blaðamenn týna lífinu vegna starfa sinna.

Hér sést samantekt um blaðamenn sem voru drepnir við störf sín, skv. mati UNESCO, menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Sem sjá má skiptist það mjög eftir heimshlutum, hvar blaðamönnum er hættast.

Ástæðurnar eru hins vegar harla mismunandi. Í rómönsku Ameríku ræðir fyrst og fremst um morð á vegum eiturlyfjahringa, í arabaheiminum eru það aðallega hryðjuverkamenn og vígasveitir, sem bera ábyrgðina, en í Asíu er beggja blands. Í langflestum tilvikum eru fórnarlömbin heimamenn.