*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 5. maí 2018 09:01

Tölfræði fjölmiðla: Falsfréttir

Meirihluti Bandaríkjamanna efast um réttmæti lagasetningar gegn falsfréttum.

Ritstjórn
Tölfræði fjölmiðla: Afstaða til aðgerða gegn falsfréttum í Bandaríkjunum
Skjáskot

Falsfréttir á félagsmiðlum hafa verið mikið til umfjöllunar síðastliðin misseri, þótt ekki séu allir á sama máli um eiginlega skaðsemi þeirra og trúgirni almennings á þær.

Í Bandaríkjunum hefur komið til tals að beita lagasetningu gegn falsfréttum, en könnun Pew-stofnunarinnar vestra bendir til þess að almenningur sé vantrúaður á svo harkalegar aðgerðir, enda sé sjálft tjáningarfrelsið í húfi, og ýmsar hættur á að slíkum lagaheimildum yrði misbeitt. Tjáningarfrelsið þurfi að njóta vafans. Aftur á móti telur meirihlutinn að tæknirisar á borð við Facebook og Twitter þurfi að gera meira til þess að halda aftur af bullinu.