Sagt er að fjölmiðlun sé öll í deiglunni, ekki síst vegna félagsmiðlanna svonefndu, en rannsóknir benda til þess að æ fleiri sæki fréttir af líðandi stundu helst þangað, bæði samkvæmt ábendingu netvina og fjölmiðlanna sjálfra, en þeir hafa margir gert sig breiða á þeim vettvangi.

Þess vegna er fróðlegt að skoða hvaða fréttir eru vinsælastar meðal Íslendinga á Facebook, eða a.m.k. nógu athyglisverðar til þess að menn deila þeim.

Af listanum má draga þær ályktanir að dv.is helgi sig pólitískum fréttum fyrir stjórnarandstöðuna, að Vísir sérhæfi sig í almennum ósóma, en að Eyjan segi helst fréttir af ósáttum. Það var sumsé langvinsælasta fréttin á Facebook, frétt af Facebookfærslu Einars Kárasonar!

En eftir stendur spurningin: Hvar er Mogginn, vinsælasti netmiðillinn?