Margt hefur verið skrafað um forsetaframbjóðendur, aðgengi þeirra að fjölmiðlum og ætluð áhrif á gengi þeirra. Þegar litið er til tölfræði fjölmiðlavaktar Creditinfo er auðvelt að skipta forsetaframbjóðendum í tvo hópa: Andra, Davíð, Guðna og Höllu annars vegar og rest.

Þau eru öll með að meðaltali meira en 10% umfjöllunar um forsetaframbjóðendur, en hinir með undir 10% (6,5% að miðgildi). En það er ekkert sjálfgefið um áhrifin, því fjölmiðlagæfunni er mjög misskipt. Andri er með 30% að meðaltali (sama og í þessari viku), en Davíð 13%, Guðni 14% og Halla 12%. Það er ekki nema í hóflegu samræmi við kannanir.