Þegar líður að kosningum er reglan sú að frambjóðendur vilja að fjölmiðlar fjalli um þá. Helst auðvitað lofsamlega, en menn gera sér að góðu hina gamalkunnu reglu Oscars Wilde um almannatengsl, að betra sé illt umtal en ekkert. Af þeim sökum hafa þeir sem sitja á fletum fyrir jafnan nokkurt forskot á þá sem knýja dyra.

Það á einnig við í forsetakjöri. Að ofan er litið á fréttafjölda allra miðla af helstu forsetaframbjóðendum frá 20. apríl, tveimur dögum eftir að forseti kunngjörði gjugg í borg. Sem sjá má hafa um þrisvar sinnum fleiri fréttir verið sagðar af forsetanum, en þeim frambjóðanda sem næstur kemur.