Samtökin Blaðamenn án landamæra (Reporters Sans Frontières) birta árlega mat sitt á fjölmiðlafrelsi í löndum heims, hvernig starfsumhverfi blaðamanna og fjölmiðla er háttað, afskiptum ríkisvaldsins, hvort blaðamönnum er hætta búin í störfum sínum o.s.frv.

Sem sjá má er langur vegur frá því að heimurinn sé hættulaus að því leyti, en Ísland er í 13. sæti listans. Aðeins 17 ríki heims komast í þann flokk, að þar sé staðan góð. Staðan er metin viðunandi í flestum vestrænum ríkjum öðrum, ekki þó í Póllandi, Slóvakíu, Grikklandi og á Balkanskaga.