Þó að fréttaneysla sé mjög mismunandi eftir löndum er fróðlegt að horfa til þróunar í nágrannalöndum, eins og Norðurlanda og Bretlands, sem halda má fram að Íslandi svipi nokkuð til í neyslu, fjölmiðlun og opinberri umræðu.

Þar hefur fjölmiðlaneysla verið að aukast nokkuð ört síðustu ár, sem einkum má rekja til netsins, en þar er vöxturinn nær allur á snjallsímum, en fréttaneyslan um þá jókst um heil 9% á síðasta ári.

Fáum kemur sjálfsagt á óvart að mikill munur sé á aldurshópum hvað varðar fréttaneysluna. 90% fólk yfir 55 ára fylgist þannig með sjónvarpsfréttum, en aðeins 59% á aldrinum 16-24 ára. 54% 55 ára og eldri nota dagblöðin, en aðeins 33% 16-24 ára.

Á hinn bóginn nota 60% ungviðisins snjallsíma til þess að slökkva fréttaþorstann, en aðeins 21% gamlingjanna. Nýir tímar!