Samantekt í gagnagrunni Fjölmiðlavaktarinnar á ljósvaka­ fréttum um forsetaframbjóð­endur í maí sýnir að forsetinn nýtur enn sem fyrr verulegs forskots á aðra frambjóðendur. Við það þarf ekki að vera neitt athugavert, forsetinn sinnir ýmsum fréttnæmum embætt­isskyldum, sem ekki tengjast kosn­ingabaráttunni með beinum hætti.

Af tölum Fjölmiðlavaktarinnar verður heldur ekki annað séð en að Ríkisútvarpið (RÚV) teygi sig mun lengra en Stöð 2 og Bylgjan í að gæta jafnvægis milli frambjóðenda. Og vel það, því RÚV fjallaði nákvæmlega jafnmikið um forsetann og Ást­þór Magnússon, en ríflega þriðjungi minna um Þóru Arnórsdóttur.