Vart þarf að koma á óvart að nokkurt samhengi er milli fylgis frambjóðenda og frétta af þeim, líkt og sjá má í samantektinni að ofan, en svo geta menn skemmt sér við að deila um orsakasamhengið.

Sumir frambjóðendur eða stuðningsmenn þeirra kvarta þannig undan því, að með umfjöllun sinni hafi fjölmiðlar í raun veitt sumum forskot í kosningabaráttunni. Að fylgið elti fréttir. En stenst það skoðun?

Sem sjá má af tölum Fjölmiðlavaktar CreditInfo fékk Halla smáskot í mars og Andri hefur fengið verulega miklu meiri umfjöllun en aðrir frambjóðendur, alls 1.050 fréttir frá lokum febrúar, en Guðni 624, Davíð 566 og Halla 374. Sú athygli öll hefur ekki endurspeglast í fylgi.