Fréttir voru af því sagðar í vikunni, að tímaritið Playboy hygðist hætta að birta myndir af beru fólki.Sem er ekki síður til marks um breytta tíma en annað.

Nú mætti ýmislegt skrafa um Playboy, sem um margt er merkistímarit, en á endanum stendur upp úr að það selst í um 800.000 eintökum nú orðið, en var mokað út í 5,6 milljóna upplagi á gullöld þess árið 1976.

En það er svo sem ekki eina tímaritið, sem má muna sinn fífil fegri. Að ofan eru 25 söluhæstu tímarit Bandaríkjanna, en þau tvö langútbreiddustu eru félagsrit félags aldraðra.

Og það má svo sem segja um flest hinna, að þau gera út á fólk komið á og yfir miðjan aldur, vel læst fólk í miðstétt, yfirleitt. Aðeins eitt tímarit á listanum, Game Informer, gerir út á lesendur í yngri kantinum, en það er klúbb-blað, líkt og AARPblöðin, menn fá það í kaupbæti