Kynjahlutföll í fjölmiðlum hafa lengi vafist fyrir mönnum, einkum þó þegar kemur að vali á viðmælendum eða umfjöllunarefnum, þar sem oft hallar á kvenkynið.

Upp á síðkastið hefur og verið rætt um kynjahlutföll á ritstjórnum fjölmiðla, en Íslandsbanki hyggst sniðganga þá miðla í viðskiptum, sem ekki hafa gott jafnvægi þar á.

Af tölfræðinni að ofan sést vel að töluverður munur er á kynjunum í stétt blaða- og fréttamanna, en svo hefur raunar verið áratugum saman, þó bilið hafi minnkað ögn. Munur er á félögum í Blaðamannafélaginu og fréttamönnum RÚV, en óverulegur samt.