Gallup hefur um árabil mælt lestur fréttablaða og af þeim mælingum er auðvelt að greina minnkandi blaðalestur á Íslandi.

Nú segja þær tölur ekki alla sögu, því lesmál hefur minnkað, útgáfudögum fækkað o.s.frv., en fyrir aðeins 20 árum komu út fimm dagblöð og þrjú vikurit í Reykjavík.

Hér að ofan má sjá lestrartölur fimm fréttablaða, en aðeins tvö þeirra eru dagblöð. Viðskiptablaðið þar fyrir utan sérblað og þrátt fyrir nafnið er Fréttatíminn meira lífsstílsblað en fréttablað.

Nú gengur blöðunum upp og ofan, en einnig eru árstíðasveiflur í útgáfunni. Engum blöðum er þó um það að fletta að jafnt og þétt saxast á prentmiðlana, þó við á Viðskiptablaðinu kvörtum ekki! Fróðlegt gæti verið að bera saman þróun í blaðalestri í helstu grannlöndum.