Hér var í liðinni viku fjallað um það hversu dugleg algrím netrisa eins og Facebook og Google væri að fleyta lesendum áfram til fjölmiðla, en fyrir liggur að fjölmiðlar leggja þeim til ókeypis fréttaefni í miklum mæli. Auðvelt er að rökstyðja þá skoðun að félagsmiðlarnir hafi hlunnfarið fjölmiðla með þeim hætti.

En hversu áhugasamur er almenningur um að vísa til fjölmiðla? Tilefni tístanna á Twitter eru að verulega miklu leyti fréttir eða fréttatengd. Pew-stofnunin skoðaði tíst um innflytjendamál vestanhafs og athugaði hvert slóðirnar og heimildar vísuðu. Þar áttu fjölmiðlar drýgstan hlut, en þó aðeins ríflega 40%.