Það má eiginlega segja að nettengingu mannkyns sé að verða lokið. Í heiminum búa tæpir sex milljarða manna, sem slitið hafa barnsskónum, en farsímar eru litlu færri, rétt rúmir 5 milljarðar. Það sem meiru skiptir þó er að þar af eru snjallsímar 4 milljarðar, en þeir eru í raun tölva og samskiptatæki í hvers manns vasa. Ekki eru þó allir ennþá nettengdir dag og nótt, en um 3,5 milljarðar geta talist vera á netinu að staðaldri.

Það eitt og sér breytir lífskjörum hvers og eins, gefur fólki kost á þjónustu og þekkingu af ýmsu tagi. Stóra spurningin er kannski hvað gerist á næstu árum, þegar alveg allir verða tengdir, alltaf.