Nokkuð hefur verið fjallað um lög um lækkun á sérstöku veiðigjaldi og þá ekki síst um áhuga sumra á því að forseti Íslands synjaði lögunum staðfestingar.

Þegar litið er til frétta um þetta efni sést að áhugi miðlanna er býsna misjafn. Þar sker Ríkisútvarpið sig algerlega úr, bæði þegar horft er til frétta í hljóðvarpi og sjónvarpi eða á vefnum.

Ekki síst þó þegar haft er í huga hversu fáar fréttir eru fluttar á ljósvakamiðlum, en þessar fréttir voru 2,4% allra frétta, sem sagðar voru í Ríkisútvarpinu, bæði á ljósvaka og vef, skv. mælingu Fjölmiðlavaktarinnar.