*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 25. október 2014 19:35

Tölfræði fjölmiðla: Hvílíkir siðir!

Athyglisvert er að fjölgun hefur ekki orðið á úrskurðum siðanefndar fjölmiðla eftir hrun.

Ritstjórn
vb.is

Af úrskurðum siðanefndar Blaðamannafélagsins mætti draga þá ályktun að fjölmiðlar standi sig æ betur í stykkinu. Nú eða að dregið hafi úr móðgunargirni, jafnvel að siðanefndin sé umburðarlyndari. Erfitt er þó að sjá breytta afstöðu hennar að því leyti, en hitt blasir við að eftir síðustu stórbreytingar á siðareglunum árið 1991 hljóp mikið fjör í leikinn, sem síðan tempraðist aftur nokkrum árum síðar. Athyglisvert er að í hatrammri umræðu eftirhrunsins hefur ekki orðið teljandi fjölgun á úrskurðum.

Siðareglur hafa verið við lýði hjá blaðamönnum allt frá stofnun Blaðamannafélagsins árið 1897, en upphaflega tóku þær fyrst og fremst til samskipta og umfjöllunar blaðamanna hver um annan. Breyting varð á þessu árið 1965 og um leið var gert opinskáttum störf siðanefndar.