Talsvert hefur verið rætt um breytt rekstrarumhverfi prentmiðla eftir að fjölmiðlaneysla á netinu varð almenn. Þegar horft er til útbreiðslu dagblaða á Íslandi undanfarna áratugi má sjá að lengst af voru um 360 eintök dagblaða á hverja 1.000 eyjarskeggja, en síðan voru vitaskuld nokkrir um að lesa hvert blað.

Fríblöð bóluhagkerfisins breyttu því öllu, en útbreiðslan hjaðnaði ört eftir að bólan sprakk og svo sem ekki nema tvö eiginleg dagblöð eftir. En þó að Hagstofan eigi ekki útbreiðslutölur nema til 2010, þá má vel giska á það út frá lestrarmælingum Capacent, að útbreiðslan sé ekki komin niður fyrir gamla meðaltalið, en þó tæpast niður fyrir 320 eintök á hverja þúsund íbúa. Sem verður að teljast alveg bærilegt á hinni nýju netöld.

En þá á hins vegar alveg eftir að skoða tekjuhliðina, en ýmislegt bendir til þess að hafi hrakað mun örar en útbreiðslunni.