*

fimmtudagur, 14. nóvember 2019
Innlent 28. september 2019 09:01

Tölfræði fjölmiðla: Kynslóðabil í hlustun

Mikil munur er á útvarpshlustun eftir aldurshópum. Ungir stilla á Sýn og eldri á Rúv.

Ritstjórn

Þegar litið er til allra aldurshópa er Ríkisútvarpið með samanlagt um 45% hlustun, en ef aðeins er horft á 12-49 ára skreppur hún niður í tæp 24%. Þar munar mest um að yngra fólkið hlustar varla á Rás 1. En kannski það skipti yfir á Gufuna það eldist. 

Merkilegri er þó styrkur Sýnar, sem rekur Bylgjuna, sem er langútbreiddust með 36-39% hlustun. En ef öðrum útvarpsstöðvum Sýnar er bætt við, FM, Xinu og öllum hinum (flokkurinn Aðrar er nánast einvörðungu á vegum Sýnar), þá kemur á daginn að Sýn hefur 47,5% hlustun meðal allra, marktækt meira en RÚV, en heil 60% hlustunar í yngri hópnum.

Stikkorð: Rúv tölfræði fjölmiðla sýn