Fjölmiðlar hafa engan veginn náð fyrri umsvifum frá því sem gerðist á tímum stórubólu, enda óraunhæft að líta til þeirra einkennilegu tíma annarlegra viðskiptaáætlana sem grunnlínu í rekstri nokkurs fyrirtækis. Eftir dýfuna í hruninu virðast auglýsingaútgjöld skjótt hafa komist í nokkuð fastar skorð­ur og furðu lítið hnikast síðan, þegar þegar þær eru sýndar á föstu verðlagi. Samt kvarta miðlarnir allir og fækkar fremur en hitt. Fyrir því eru ýmsar ástæður, en ekki síst gremst fjölmiðlarekendum að tekjurnar hafa engan veginn haldið í við annan vöxt í þjóðfélaginu, auknar ráðstöfunartekjur, kaupmátt og neyslu.