Þótt hefðbundnir miðlar hafi látið undan síga fyrir netmiðlum, þá eru það samt hinar gömlu gerðir miðlunar, sem bítast á netinu.

Heimsendingin er með öðrum hætti og menn geta fengið fréttirnar eftir þörfum, en í eðli sínu er ekki um nýjungar í fréttum að ræða.

Þar hafa lesmálsfréttir yfirburðastöðu gagnvart myndfréttum, eins og sjá má að ofan. Það er því ekki svo, að lesmálsfréttir séu dauðar þó prentmiðlar eigi undir högg að sækja.

Hugsanlega hafa myndfréttir ekki náð sér á strik á netinu vegna þess að menn bera nokkurn kostnað af gagnamagninu, skjáirnir eru litlir, myndgæðin oft rýr o.s.frv. (og það er töluverður munur á aldurshópum), en kannski þær henti ekki hraða netsins.