Blaðamenn án landamæra (Reporters sans frontières) taka árlega saman tölur um blaðamenn, sem hafa verið drepnir, teknir í gíslingu, týnst eða verið hnepptir í varðhald. Ástandið fer batnandi en samt voru 65 blaðamenn drepnir í fyrra, 39 af yfirlögðu ráði, en 26 féllu við störf á átakasvæðum. Alls hafa 1.035 blaðamenn fallið undanfarin 15 ár. Hættulegustu löndin voru Sýrland (12 fallnir), Mexíkó (11), Afganistan (9), Írak (8) og Filippseyjar (4). Hins vegar er Kína verst þegar kemur að fangelsun blaðamanna, þar eru 52 blaðamenn í haldi. Svo Tyrkland með 43, Sýrland með 24, Íran 23 og Víetnam með 19.