Hvað sem líður öllum breytingum á fjölmiðlaumhverfi, þá eru dagblöð enn helsta uppspretta áreiðanlegs fréttaefnis að magni til. Flest dagblöð, sem eitthvað kveður að reka því eigin vefi eða eiga systurmiðla á vefnum.

Það hefur þó lengi vafist fyrir blöðunum að finna aðferðina til þess að afla tekna á vefnum. Ný rannsókn American Press Institute gefur vísbendingar um að það kunni að vera að breytast. Vefir 98 bandarískra dagblaða með meira en 50.000 eintaka dreifingu voru skoðaðir og hvort og hvernig gjald væri tekið af lesendum. Sem sjá má er langalgengast að lesendur fái nokkrar greinar fríar, en þurfi svo að punga út.

Það gefur staðarblöðum ágætar vonir um framhaldið, að þetta fyrirkomulag hefur skilað talsverðum árangri. Á hinn bóginn eru sárafá blöð harðlæst.