Gagnaflutningar um farsímakerfi hafa aukist hröðum skrefum undanfarin ár og virðist lítið lát á, þó ögn hafi hægst á vextinum, sem nú er að jafnaði um 60% á ári.

Þessa breytingu má vitaskuld rekja til undraverðrar útbreiðslu snjallsíma. Eins og sjá má er notkun talsambands afar stöðug og sáralítill hluti merkjasendinga í farsímakerfum.

Öppin í snjallsímunum nota mörg hver töluvert af gagnasendingum, einkum samfélagsmiðlar og ef fólk vistar ljósmyndir og myndbönd í skýinu. Fyrst og fremst má þó rekja aukna gagnaflutninga til streymis og miðlunar hvers konar, mest af afþreyingarefni.