Þegar litið er til útbreiðslu íslenskra prentmiðla undanfarin ár sést vel hvernig þeir hafa gefið eftir. Mismikið þó.

Stóru blöðin tvö, Morgunblaðið og Fréttablaðið, hafa bæði gefið töluvert eftir, þó fallið sé vissulega meira hjá Fréttablaðinu. Það ræður útbreiðslu sinni mikið sjálft meðan Morgunblaðið er langmest selt í áskrift, en er fyrir vikið viðkvæmara fyrir minnkandi auglýsingasölu þegar kreppir að.

Viðskiptablaðið er á nokkuð jafnri sveiflu, enda afmarkaðri lesendahópur, en DV virðist njóta sín betur á vef en prenti.