Menn sækja mismunandi hluti til mismunandi miðla, en í könnun, sem gerð var liðið vor í tengslum við þingkosningar í Bretlandi, voru fréttaþyrstir spurðir um hvar styrkleiki nýrra og gamalla miðla – prentmiðla og Twitter – lægi.

Miðlarnir skarast mikið, en þó að mun fleiri teldu Twitter vera með nýjasta efnið, þá var samt fjöldinn allur að leita hins sama í blöðunum. Fjölbreytileikinn þótti meiri á Twitter en hlutleysið.

Mestu varðar þó sjálfsagt fyrir prentmiðlana, að þar þykir margfalt betra og áreiðanlegra sérfræðiálits að leita. Í því kann að felast vísbending um hvaða áherslur eru vænlegastar fyrir blöð og hefðbundna fréttamiðla á nýrri öld, vilji þeir velli halda gagnvart netmiðlunum nýju.