Traust til fréttamiðla hefur verið mjög til umræðu liðin ár, ekki síst eftir gríðarlegan uppgang netmiðla, meðan hefðbundnari miðlar hafa látið mjög undan síga.

Þegar Reuters-stofnunin mældi traust til fréttamiðla í 38 löndum komu hins vegar mjög ákveðin skil í ljós. Fólk treystir fréttum almennt í 40% tilvika en 49% í „sínum miðlum“, þeim sem það leitar oftast til, en þar ræðir nær einvörðungu um hefðbundna miðla á prenti og ljósvaka. Hins vegar voru miklu færri sem treystu fréttaniðurstöðum leitarvéla en aðeins tæplega fjórðungur treysti fréttum af félagsmiðlum