Enn skal staldrað við viðmælendur Spegilsins á Rás 1 Ríkisútvarpsins, en á liðnum vikum hefur hér mátt sjá hverjir oftast hafa komið þangað í viðtöl frá hruni. Af því er óhætt að álykta að nokkur vinstri slagsíða sé á þættinum.

Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra.
Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra.
© BIG (VB MYND/BIG)

Listarnir eru frekari klassískir fyrir utan að sjaldséður fulltrúi einkaframtaksins gægðist inn á viðmælendalistann. Það er Carolyn McCall hjá EasyJet, sem hyggst fjölga flóttaleiðum frá landinu. Að öðru leyti bera listarnir mestan svip af sviptivindum í þinginu.

Þegar athugað er hvaða fulltrúar flokkanna í landsmálunum (kjörnir og aðstoðarmenn ráðherra) hafa verið í Speglinum frá hruni kemur þessi pólitíski halli enn frekar í ljós.

Auðvitað hafa ráðherrar greiðari aðgang að fjölmiðlum en minnihlutinn, þannig er það nú bara, en eins og sjá má af súlunum hér fyrir ofan er munurinn milli flokka svo afgerandi og út úr korti að furðu gegnir.

Þessi ótrúlegi halli sést ekki síður ef viðtölunum er skipt eftir stjórn og stjórnarandstöðu (að tilliti teknu til sinnaskipta einstakra þingmanna), en þá reynast stjórnarþingmenn eiga 3⁄4 viðtalanna!

Hér má sjá lista vikunnar yfir tíu helstu viðmælendur Spegilsins vikuna 15. mars til 21. mars 2012. Aftan við hvert nafn kemur fram í sviga í hvaða sæti viðkomandi var í vikunni á undan.

  1. Oddný Guðbjörg Harðardóttir (-)
  2. Steingrímur J. Sigfússon (1)
  3. Jóhanna Sigurðardóttir (3)
  4. Jón Bjarnason (-)
  5. Ragnheiður Elín Árnadóttir (-)
  6. Álfheiður Ingadóttir (6)
  7. Magnús Orri Schram (-)
  8. Ögmundur Jónasson (10)
  9. Carolyn McCall (-)
  10. Guðbjartur Hannesson (-)

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Spegillinn - VB
Spegillinn - VB