*

sunnudagur, 5. desember 2021
Innlent 8. júní 2019 10:02

Tölfræði fjölmiðla: Raunveruleikaflótti

Yfirlit yfir fólk sem forðast fréttir í nokkrum ríkjum ESB, en mest er um það í Grikklandi, nærri 60%.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Neysla og traust til fjölmiðla er víða mælt og er býsna mismunandi eftir löndum, jafnvel innan tiltölulega samsamaðrar heildar líkt og í ríkjum Evrópusambandins.

En svo má líka nálgast afstöðu til fjölmiðla frá ððrum sjónarhóli, hvort forðast fréttir og fréttamiðla (oft eða stundum). Líkt og sjá má að ofan er það alls ekki óalgeng hegðan.

Það kann að vera skiljanlegt að 57% Grikkja forðist fréttir, þær eru flestar slæmar. En 30% Íra eða 27% Hollendinga? Fjórðungur Þjóðverja og fimmti hver Svíi? Kannski þær séu of leiðinlegar, nú eða lífið svo áhyggjulaust að margir sjá ekki þörfina á fréttum.