Það er athyglisvert að skoða tölfræði Hagstofunnar um auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla, sem hafa breyst verulega á undanförnum árum, eins og sjá má að ofan. Þar eru greindar hlutfallslega breytingar auglýsingatekna Ríkisútvarpsins annars vegar og frjálsra miðla hins vegar, á prenti og ljósvaka, en vísitalan miðast við árið 2017.

Sem sjá má hefur RÚV þokast bæði upp og niður en er á sama stað nú og um aldamót. Auglýsingatekjur frjálsu miðlarnir hafa hins vegar lækkað um hartnær fimmtung frá því sem gerðist um aldamót, að ekki sé minnst á gósentíð bóluhagkerfisins.