Ætli það sé ekki óhætt að segja að við lifum á upplýsingaöld eða netöld? Menn eru ávallt ánetjaðir og litið á netaðgang sem sjálfsögð borgararéttindi í neysluþjóðfélaginu, svona á pari við rennandi vatn.

Mikil bylting varð í þeim efnum þegar háhraðatengingar urpu almennar um aldamótin, en eins og sjá má hér að ofan var þróunin í þeim efnum hröð vestur í Bandaríkjunum, líkt og hér á landi.

En það er athyglisvert að undanfarin ár hefur ekki aðeins hægst á breiðbandsvextinum, heldur hefur hlutfall heimatenginga beinlínis lækkað. Ástæðan er einföld, snjallsímarnir, þráðlausar 4G tengingar og það allt er að taka við.