Hér var í liðinni viku fjallað um hvernig hlutfall heimila í Bandaríkjunum með háhraðanetstengingu væri tekið að lækka, enda farsímar óðum að taka við.

Sú þróun er ekki jafnlangt komin á Íslandi, en eins og sjá má að ofan hefur gagnamagnið um farsímanetið áttfaldast á síðustu fjórum árum (og 165-faldast frá árinu 2008!).

Það er þó ekki síður fróðlegt að skoða hina afgerandi yfirburði Nova á þessum markaði, en Nova flytur liðlega ferfalt meira af gögnum en næsti keppinautur á eftir, sem er Síminn. Árið 2012 voru þeir svo að segja jafnir að þessu leyti.