Það eru ýmsir mælikvarðar til á fjölmiðla, útbreiðslu þeirra, vinsældir og umsvif. Auglýsingaútgjöld til þeirra eru þó sennilega með hinum raunsannari til þess arna. Það er fróðlegt að bera saman hversu mismunandi samsetning gerða fjölmiðla er í fjórum stórum Evr­ópuríkjum (árið 2015, ekki síst hvað varðar útbreiðslu og sókn netmiðla. Sumpart stendur það í samhengi við netvæðingu almennt, en það er þó ekki einhlítt.

Bretland er einstakt (eða lengra komið) að því leyti að þar fer meira en helmingur allra auglýsingaútgjalda til netmiðla, en í hinum löndunum fjórðungur til þriðjungur. Aukningin á netmiðlaauglýsingunum frá 2011 til 2015 er hins vegar ótrúleg.

Ljóst virðist að prentmiðlar og línulegt sjónvarp fara ekki undir þriðjung samanlagt meðan netið sækir í sig veðrið, en aðrar gerðir miðla… þær munu eiga bágara.