Varla þarf að fjölyrða um sókn vefmiðla á undanförnum árum, en þeir hafa gerbreytt fjölmiðlaumhverfinu hér á landi sem annars staðar. Löngum vafðist það þó fyrir mönnum að finna réttu aðferðina til þess að afla þeim tekna, til þess að standa undir fyrirtækinu. Það er því engin tilviljun að flestir helstu vefmiðlar eru systurmiðlar hefðbundnari miðla.

Hér á landi hafa vefmiðlar ekki (enn) orðið jafnfyrirferðarmiklir og í helstu samanburðarlöndum. Líkt og sjá má að ofan hafa tekjur þeirra þó vaxið mjög ört síðustu ár, úr tæpum milljarði 2014 í einn og hálfan árið eftir. Þar hafa sjálfstæðir miðlar sérstaklega sótt í sig veðrið.

Aðalsamkeppnin er hins vegar að utan, hjá Facebook og Google.