Að ofan gefur að líta þróun á afstöðu almennings vestanhafs til eftirlitshlutverks fjölmiðla. Eins og sjá má vinstra megin misstu fjölmiðlar nokkra tiltrú almennings að því leyti á síðasta áratug liðinnar aldar, en þeir fóru þó aldrei langt niður fyrir 60%, sem töldu að fjölmiðlar kæmu í veg fyrir að stjórnmálamenn gerðu það, sem þeir ættu ekki að vera að gera.

Hitt er þó hálfu merkilegra, hvernig afstaða manna hefur snarklofnað til þessa hlutverks fjölmiðla eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Nú er það svo sem ekki nýtt að skoðanir á því séu skiptar, eilítið eftir því hver er við völd, og eins hneigist fjölmiðlar vestra að jafnaði aðeins til vinstri, svo repúblikanar eru yfirleitt aðeins meira efins um þá.

Skiptingin nú tekur hins vegar öllu fram og verður ekki rakið til annars en gagnkvæms fjandskapar Trumps forseta og fjölmiðla, sem hefur reynst báðum til tjóns. Hafa þó margir repúblikanar allan vara á forsetanum