Þegar litið er til félaga fjölmiðlafólks og þau greind eftir kynferði félagsmanna verður ekki hjá því litið að þar eru karlar í drjúgum meirihluta, nánast ⅔ fjölmiðlafólks að jafnaði á undanförnum árum.

Blaðaljósmyndarar eru raunar í sérflokki og þar hefur staðan verið nær óbreytt árum saman. Í Blaðamannafélaginu hafa hlutföllin verið að þokast í rétta átt, en nú eru 57% blaðamanna karlar, en 43% konur.

Þróunin í Félagi fréttamanna (á Ríkisútvarpinu) er ekki síð­ur athygli verð. Þar voru karlar lengi vel um ¾ félagsmanna, en ástandið snarlagaðist í Stórubólu. Við bankahrun sló hins vegar í bakseglin og síðan hefur hlutfallið verið í námunda við ⅔ karlar á móti ⅓ kvenna. Er það ekki rannsóknarefni?