Þegar horft er á þróun í fjölda fjölmiðlafólks undanfarna tvo áratugi er erfitt að greina þær miklu sviptingar og blóðtökur, sem menn hafa talað um á þeim vettvangi.

Það er auðvelt að koma auga á bóluna hér að ofan, en sá kúfur er samt framhald á lengri þróun. Eilítið merkilegra er þó kannski hitt, að eftir bankahrunið, þar sem fjölmiðlar gengu í gegnum ákaflega erfiða tíma, þá er samt ekki að sjá að þeir hafi orðið fyrir þeim miklu höggum, sem oft er talað um. Ekki í mannahaldi að minnsta kosti, því þegar árið 2009 má segja að komið sé á jafnvægi í fjöldanum og hann er á því reki, sem var árið 2005, árið sem geðbilunin hófst af alvöru.

Jú, það voru miðlar sem lögðu upp laupana og allir þoldu þeir töluverðar þrengingar. Þó verður ekki annað séð en þeir hafi fljótlega náð sér á strik aftur.