Þegar litið er til frétta af forystumönnum helstu framboða til alþingiskosninga undanfarna þrjá mánuði kemur vart á óvart að þar beri oddvitar ríkisstjórnarinnar höfuð og herðar yfir aðra.

Hins vegar er því ekki að leyna að yfirburðirnir eru mjög miklir. Samanlagt eru Bjarni og Sigurður Ingi með liðlega 60% umfjöllunar um forystumennina. Auðvitað er staðan flóknari; meðal Pírata, Vinstrigrænna og Samfylkingar eru fleiri stafnbúar, sem standa forystufólkinu ekki langt að baki, a.m.k. ekki hvað frásagnir fjölmiðla áhrærir.

Auðvitað er ekki óeðlilegt að það sé meira sagt frá ráðherrum en þingmönnum stjórnarandstöðu, svona yfirleitt. En það verður fróðlegt að sjá hvort jafnvægið þar breytist eitthvað í aðdraganda kosninga.