Gröfin að ofan sýna hvernig umfjöllun um helstu stjórnmálaflokka var í nokkrum fjölmiðlum og fjölmiðlasamstæðum frá áramótum og fram yfir kosningar um daginn. Greint var hlutfallslegt miðgildi hvers flokks í öllum fjölmiðlum, en svo reiknað út hversu mikið fyrir ofan eða neðan það umfjöllun hvers fjölmiðils um hvern stjórnarmálaflokk reyndist vera.

Sem sjá má er algengast að flokkarnir hnappist í kringum 0%, en svo má sjá ýmis frávik. Stundin fjallar þannig mun meira um Pírata og Sjálfstæðisflokk en aðrir miðlar, Kjarninn meira um Viðreisn o.s.frv. Sem sjá má skora Sósíalistar hátt hjá nokkrum miðlum, en það er þó aðallega til marks um að hinir miðlarnir hafi nær ekkert minnst á þá.