Hlaðvarp (e. podcast) er ekki glænýtt af nálinni, en þar ræðir um hljóðupptökur sem unnt er að fá í áskrift eða með streymi á snjallsíma eða tölvur. Undanfarin misseri hafa vinsældir þeirra hins vegar aukist verulega, jafnt úti í heimi sem hér á skeri. Ekki er að efa að vinsældir hlaðvarps hafa aukist í takt við útbreiðslu snjallsíma en þrátt fyrir að það ætti að vera í beinni

samkeppni við talútvarp, þá virðist hlaðvarpið ekki hafa dregið úr vinsældum þess. Svo þar var sennilegast fyrir áheyrendahópur þyrstur í umfjöllun um áhugaefni til að hlýða á í næði, við líkamsrækt, fyrir svefninn o.s.frv.