Upplýsingatæknin færist sífellt nær okkur, snjallsímar og töflur taka við af sjónvörpum og uppfylla alls kyns þarfir aðrar, gamlar og nýjar. Og enn er að bætast í safnið, með hreystiböndum og snjallúrum, jafnvel sýndarhjálmum og varla langt í skjágleraugu eða ámóta.

Snjallsímar nálgast mettun og töflur (iPad) eru sennilega að gera það líka. Lesvélar njóta takmarkaðra en stöðugra vinsælda, en hreystiböndin eru enn að sækja í sig veðrið. Snjallúr hægar, enda töluvert dýrari enn sem komið er. Og sýndarhjálmarnir… sjáum til með þá.