Við blasir að útbreiðslu Fréttablaðsins hefur hnignað mikið undanfarinn áratug, sem er í takt við örðugleika sem flestir prentmiðlar á Vesturlöndum hafa átt við að glíma.

Fréttablaðið sem fríblað ræður þó miklu um útbreiðsluna, sem eins og sjá má að ofan er fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu. Jafnvel þar hefur lesturinn þó minnkað um 40% frá því sem mest gerðist vorið 2010.

Eins er athyglisvert að skoða aldursskiptingu í lestri, en aðeins 35,1% 18-49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa blaðið að meðaltali, 28,2% utan þess. Hinir nýju ritstjórar blaðsins hafa verk að vinna ef snúa á þeirri þróun við.