Breytingar á fjölmiðlaumhverfi dyljast engum, en þær einkennast einkum af sókn netmiðla, ekki síst félagsmiðla, meðan hefðbundnir miðlar hafa veiklast. Upphaflega virtust félagsmiðlar helst vera fallnir til skrafs milli vina og kunningja, en þar gætir fréttamiðlunar í æ ríkari mæli, bæði á vegum einstakra miðla og Facebook sjálfrar, auk þeirra slóða sem notendur deila með vinum sínum.

Í nýrri könnun vestanhafs sést vel hversu hröð þessi aukning er, en æ fleiri notendur Twitter og Facebook nota félagsmiðlana til þess að komast í tæri við fréttir. Einkum hefur Facebook þó hert sig að þessu leyti undanfarin tvö ár. Á hinn bóginn hentar Twitter mun betur fyrir nýjustu fréttir og hann hefur afgerandi forskot þegar menn vilja fylgjast með líðandi fréttum jafnóðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .