*

mánudagur, 17. júní 2019
Erlent 31. maí 2019 18:29

Tollahótun fellir markaði

Hótun Donalds Trumps um að hækka tolla á vörur frá Mexíkó var ekki vel tekið á mörkuðum.

Ritstjórn
Tollagleði Trumps er farin að valda fjárfestum mikilum áhyggjum.
epa

Fréttum af því að bandarísk yfirvöld kunni að hækka tolla á vörur frá Mexíkó var illa tekið á mörkuðum beggja megin Atlantshafsins. Hlutabréfamarkaðir vestan hafs lækkuðu um 1,5% við opnun viðskipta. Bílaframleiðandinn General Motors lækkaði um 5% strax í upphafi viðskipta, en fréttirnar bitnuðu verst á fyrirtækjum, sem eins og GM, eru með framleiðslu í Mexíkó. 

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í tísti á Twitter að tollar yrðu settir á allar vörur frá Mexíkó þangað til þarlend yfirvöld tækist að stöðva straum innflytjenda til Bandaríkjanna. Fimm prósentu tollur á allar mexíkanskar vörur yrði komið á 10. júní næstkomandi. Tollarnir muni svo hækka í nokkrum skrefum upp í 25% þar til tökum yrði komið á málefni innflytjenda. 

Markaðir í Evrópu lækkuðu sömuleiðis við opnun markaði í dag. Breska FTSE vísitalan lækkaði um 1% strax í upphafi viðskipta og í Þýskalandi lækkaði DAX vísitalan um 1,7%. Rétt eins og í Bandaríkjunum lækkuðu bréf evrópskra bílaframleiðenda, sem eiga verksmiðjur í Mexíkó, umtalsvert í verði. Hlutabréf bæði Renault og Volkswagen lækkuðu um 3% við opnun markaða. En samtals nam útflutningur bíla frá Mexíkó til Bandaríkjanna 93,3 milljörðum dollara á síðasta ári. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is