Í umsögn Félags atvinnurekenda vegna frumvarps Fjármála- og efnahagsráðherra um að tollar verði felldir niður á vörur frá vanþróuðustu ríkjum heims segist félagið fagna frumvarpinu.

Hins vegar leggur félagið til að engar undanþágur verði gerðar á tollaniðurfellingunni líkt og fram kemur í frumvarpi ráðuneytisins en þar eru mjólkur- og kjötvörur auk afskorinna blóma undanþegin tollfrelsinu sem lögunum á að fylgja.

Sagt nauðsynlegt vegna alþjóðaskuldbindinga

Í greinargerð með frumvarpinu er það sagt nauðsynlegt að samþykkja frumvarpið vegna skuldbindinga Íslands hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Því furðar félagið sig á að bæði óunnar og unnar kjötvörur, mjólkurvörur og afskorin blóm verði undanþegin á þeirri forsendu að hagsmunir innlendra framleiðenda þessara landbúnaðarvara séu hvað viðkvæmastir.

„FA er þeirrar skoðunar að afnám tolla og annarra viðskiptahindrana sé ein skilvirkasta leið ríkra, vestrænna ríkja á borð við Ísland til að styðja við þróun og efnahag fátækustu ríkja heimsins,“ segir í umsögn FA og benda á að útflutningurinn verði seint af þeirri stærðargráðu að hann ógni íslenskum landbúnaði.

Innflutningur einungis leyfður ef stæðust eftirlit

„Félagið bendir ennfremur á að innflutningur mjólkur- og kjötvara frá þessum ríkjum yrði ekki leyfður nema viðkomandi afurðastöðvar hefðu staðizt heilbrigðis- og matvælaeftirlit og fengið vottun vegna útflutnings til ríkja Evrópska efnahagssvæðisins.

Engin ástæða er fyrir ríkulega ríkisstyrktan íslenzkan landbúnað að óttast samkeppni frá bláfátækum ríkjum þar sem opinber stuðningur við landbúnað er lítill eða enginn. Mikilvægi þess að vinna gegn fátækt og neyð ætti að ganga framar mögulegum – og takmörkuðum – fjárhagslegum hagsmunum innlendra framleiðenda þessara vara.“

Hér má sjá lista þeirra ríkja sem fengju niðurfellingu tolla, en meðfylgjandi er árið sem það komst á lista vanþróuðustu ríkjanna:

  • Afghanistan (1971)
  • Angola (1994)
  • Bangladesh (1975)
  • Benin (1971)
  • Bhutan (1971)
  • Burkina Faso (1971)
  • Burundi (1971)
  • Cambodia (1991)
  • Central African Republic (1975)
  • Chad (1971)
  • Comoros (1977)
  • Democratic Republic of the Congo (1991)
  • Djibouti (1982)
  • Eritrea (1994)
  • Ethiopia (1971)
  • Gambia (1975)
  • Guinea (1971)
  • Guinea-Bissau (1981)
  • Haiti (1971)
  • Kiribati (1986)
  • Lao People’s Democratic Republic (1971)
  • Lesotho (1971)
  • Liberia (1990)
  • Madagascar (1991)
  • Malawi (1971)
  • Mali (1971)
  • Mauritania (1986)
  • Mozambique (1988)
  • Myanmar (1987)
  • Nepal (1971)
  • Niger (1971)
  • Rwanda (1971)
  • Sao Tome and Principe (1982)
  • Senegal (2000)
  • Sierra Leone (1982)
  • Solomon Islands (1991)
  • Somalia (1971)
  • South Sudan (2012)
  • Sudan (1971)
  • Timor-Leste (2003)
  • Togo (1982)
  • Tuvalu (1986)
  • Uganda (1971)
  • United Republic of Tanzania (1971)
  • Vanuatu (1985)
  • Yemen (1971)
  • Zambia (1991)