*

laugardagur, 25. september 2021
Erlent 26. september 2018 17:33

Tollar kosta Ford milljarð

Þeir tollar sem stjórnvöld í BNA hafa sett á innflutning á áli og stáli til landsins munu koma til með að kosta Ford um 1 milljarð.

Ritstjórn
James Hackett, forstjóri Ford Motor Co.
epa

Þeir tollar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa sett á tolla munu koma til með að kosta bílaframleiðandann Ford Motor Co um 1 milljarð dollara. Þetta er meðal þess sem forstjóri fyrirtækisins, James Hackett, lét hafa eftir sér á ráðstefnu Bloomberg í New York.

Í mars tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún hygðist leggja 25% tolla á innflutt stál og 10% tolla á innflutt ál. Þessi tollastefna hefur orðið til þess að margir bandarískir framleiðendur hafa hækkað verð á vörum sínum. 

„Kaldhæðnin er sú að hráefnin sem við notum eru mest megnis innlend. Ef þessi tolla-stefna mun vara mikið lengur mun hún koma til með að gera meiri skaða en gagn," sagði forstjórinn.

Frétt Reuters um málið.